Sláandi tölur í nýrri skýrslu sem sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 10:20 Skýrslan sýnir að bilið milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka. vísir/getty Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkasta eina prósent jarðarbúa á jafnmikinn auð og fátækari helmingur jarðarbúa sem telur 3,8 milljarða manna. Þetta sýnir ný skýrsla Credit Suisse um skiptingu auðs í heiminum en samkvæmt henni er bilið á milli ríkra og fátækra alltaf að aukast. Segja má að tölurnar í skýrslunni séu sláandi en fjallað er um málið á vef Guardian. Skýrsla Credit Suisse er gefin út árlega en þeir sem eru ríkastir nú eiga 50,1 prósent af öllum auð heimsins. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt síðan í kreppunni 2008 þegar það var 42,5 prósent. Samkvæmt skýrslunni hefur misskipting auðs og sá ójöfnuður sem því fylgist aukist þannig jafnt og þétt frá því í kreppunni fyrir níu árum. Þannig urðu til 2,3 milljónir nýrra „dollara-milljónamæringa,“ eins og það er kallað í skýrslunni, á síðasta ári og eru þeir nú alls 36 milljónir. Það eru nærri því þrisvar sinnum fleiri milljónamæringar en voru í heiminum aldamótaárið 2000. Þessir milljónamæringar, sem eru 0,5 prósent jarðarbúa, stjórna 46 prósentum af auði heimsins sem er alls 280 trilljónir bandaríkjadala. Á hinum endanum eru 3,5 milljarðar manna þar sem hver fullorðinn einstaklingur á minna en 10 þúsund dollara í eignir. Þessir 3,5 milljarðar eru 70 prósent þeirra sem eru á svokölluðum vinnualdri í heiminum (e. working age population) en þeir eiga aðeins 2,7 prósent af auði heimsins. Samkvæmt skýrslunni býr fátækt fólk aðallega í þróunarlöndum. Til að mynda eiga 90 prósent fullorðinna í Indlandi og Afríku minna en 10 þúsund dolllara. „Í sumum ríkjum Afríku þar sem laun eru afar lág eru nánast allir í þessum hópi og fyrir marga íbúa í þróunarlöndunum er það frekar normið heldur en undantekningin að vera í þessum eignalitla hópi,“ segir í skýrslunni. Meira en tveir fimmtu af milljónamæringum heimsins búa síðan í Bandaríkjunum. Sjö prósent búa í Japan og sex prósent í Bretlandi.Nánar má lesa um skýrsluna á vef Guardian.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira