Körfubolti

Keflvíkingar neituðu að koma í viðtöl | Friðrik segist ekki hafa fundið blaðamenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur. vísir/ernir
Keflvíkingar tóku tapinu gegn KR í kvöld mjög illa og svo illa að þeir sáu sér ekki fært að sinna skyldum sínum gagnvart fjölmiðlum.

Enginn leikmaður Keflavíkur sá sér fært að koma í viðtal er blaðamaður Vísis óskaði eftir því.

Er Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var beðinn um að koma í viðtal bað hann um að fá að fara inn í klefa áður en hann kæmi í viðtal. Við það stóð þjálfarinn ekki þó svo blaðamenn hefðu beðið í drykklanga stund eftir honum.

Friðrik Ingi hafði þó áður gefið Stöð 2 Sport viðtal í beinni sjónvarpsútsendingu.

Uppfært:

Friðrik Ingi tjáði Vísi nú síðar í kvöld að þegar hann hefði komið út úr klefanum þá hefðu blaðamenn verið á bak og burt. Hann hefði verið tilbúinn til þess að koma í viðtöl og taldi sig ekki hafa verið óeðlilega lengi inn í klefa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×