Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:59 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30
Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23