Síminn smekkfullur af áróðursmyndböndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 07:59 Sayfullo Saipov kom til Bandaríkjanna árið 2010 og bjó upphaflega í Ohio, svo Flórída og síðar Paterson í New Jersey. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af. Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna vill að Úsbekinn Sayfullo Saipov, sem varð hið minnsta átta að bana er hann ók bíl sínum eftir gangstéttum í New York í upphafi vikunnar, fái dauðadóm. Saipov hefur nú verið ákærður fyrir ódæðið sem og fyrir að hafa stutt við Íslamska ríkið með margvíslegum hætti, svo sem með upplýsingagjöf. Lögreglumenn skutu Saipov sem særðist lítillega og hefur hann legið á sjúkrahúsi síðan. Að sögn saksóknara hefur hann verið samvinnuþýður og gefið greinargóða lýsingu á þankagangi sínum og framvindunni.Sjá einnig: Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá UberDonald Trump tísti í gær að réttast væri að Saipov fengi dauðadóm fyrir brot sín. Dauðarefsingar eru bannaðar í New York-ríki en alríkið getur krafist þess að litið verði hjá banninu við dómsúrskurðinn.NYC terrorist was happy as he asked to hang ISIS flag in his hospital room. He killed 8 people, badly injured 12. SHOULD GET DEATH PENALTY!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2017 Fram kemur í gögnum málsins að Saipov hafi skipulagt ódæðið í um tvo mánuði. Hann hafi sérstaklega valið hrekkjavökuna því þá væru göturnar fullar af fólki. Að sama skapi kemur fram að Saipov hafi langað að setja fána Íslamska ríkisins á bifreiðina en hætt við þar sem hann vildi ekki draga of mikla athygli að sér. Rúmlega 90 ofbeldisfull áróðursmyndbönd frá ISIS fundust á síma Saipov og segist hann hafa fengið innblástur frá leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, sem hafi ítrekað spurt múslima hvernig þeir hyggist hefna fyrir morð Bandaríkjamanna í Írak. Lögreglan í New York segir Saipov hafa fylgt fyrirmælum Íslamska ríkisins til hins ýtrasta. Hafi samtökin ítrekað sent frá sér leiðbeiningar til fylgismanna sinna um hvernig skuli framkvæma árásir sem þessar þannig að sem mestur skaði hljótist af.
Bandaríkin Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30 Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Árásarmaðurinn í New York ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í New York hafa gefið út ákæru á hendur Sayfullo Saipov, 29 ára gömlum Úsbeka, sem handtekinn var í gær eftir að hann keyrði niður fjölda manns á hjólastíg skammt frá World Trade Center á Manhattan í gær 1. nóvember 2017 21:30
Sayfullo Saipov: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber Maður banaði átta manns og særði ellefu þegar hann ók bíl á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í New York í gær. 1. nóvember 2017 10:23