Sport

Reknir úr landsliðshóp vegna ölvunar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danny Brough fagnar ekki meira með Skotlandi, allavega ekki í yfirstandandi móti
Danny Brough fagnar ekki meira með Skotlandi, allavega ekki í yfirstandandi móti Vísir/getty
Þrír leikmenn skoska landsliðsins í rugby hafa verið reknir úr landsliðshópnum fyrir Heimsmeistaramótið eftir að þeir voru of ölvaðir til þess að fara um borð í flugvél.

Fyrirliðinn Danny Brough, Sam Brooks og Johnny Walker urðu því eftir í Skotlandi á meðan restin af liðinu flaug til Cairns þar sem liðið mætir Samoa í lokaleik B-riðils.

„Þessir leikmenn hafa ekki uppfyllt hegðunarstaðla,“ sagði Keith Hogg, formaður rugby deildar Skotlands.

„Þeir þurfa að yfirgefa þessa keppni, sem heiður er að taka þátt í.“

Flugþjónar vildu ekki hleypa þremenningunum um borð í flugvélina vegna ölvunar og studdi þjálfarateymi skoska liðsins þá ákvörðun.

Brough er leikjahæsti maður Skotlands, en hann hefur spilað 24 leiki fyrir skoska landsliðið.

Skotar hafa enn ekki unnið leik í riðlinum, en þeir gætu komist áfram vinni þeir Samóa, því efstu þrjú lið riðilsins fara áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×