Margvísleg áhrif óveðursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. nóvember 2017 08:22 Aðgerðastjórn var virkjuð á höfuðborgarsvæðinu í gær. VÍSIR/VILHELM Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum. Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Átta manna svissnesk fjölskylda og fylgdarkona hennar lentu í lífsháska þegar stór skúta þeirra slitnaði frá flotbryggju í grennd við menningarhúsið Hof á Akureyri um eittleytið í nótt og rak stjórnlaust að annarri flotbryggju, þar sem hún slóst harkalega við bryggjuna. Lögregla og björgunarsveitarmenn fóru þegar á vettvang eftir að neyðarkall barst frá skútunni og náðu öllu fólkinu í land, heilu á húfi, þeirra á meðal tveggja mánaða barni. Þá var einhver sjór kominn í skútuna en dælur höfðu undan þannig að hún er enn á floti, en fólkið fékk gistingu í bænum. Að sögn lögreglu voru aðstæður mjög tvísýnar um tíma.Sjá einnig: Björguðu níu manns á Akureyri Björgunarsveitarmenn náðu líka að hemja fiskibáta í Keflavíkur- og Ísafjarðarhöfnum, sem voru við það að slitna frá bryggjum og voru aðstæður erfiðar. Örtröð var um tíma í flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að flugfélög fóru að fresta eða aflýsa brottförum, og var flestum komið fyrir á hótelum í Reykjanesbæ eða á höfuðborgarsvæðinu, en einhverjir sváfu þó í stöðinni. Einhverjar flugvélar fóru frá landinu eftir að veður lægði seint í gærkvöldi en það mun taka stóru félögin, Icelandair og Wow að minnsta kosti sólarhring að koma öllum áætlunum í eðlilegt horf.Sjá einnig: Veðrið hefur áhrif á átta þúsund ferðalangaRafmagn er nú alls staðar komið á aftur eftir að það fór af meirihluta Reykjaness, og í Hafnarfirði og Garðabæ um níuleytið í gærkvöldi og síðar í Landeyjum og Vestmannaeyjum. Yfirleitt var það komið aftur á eftir um það bil tvær klukkustundir. Talið er að eldingar hafi valdið því að háspennulínur slógu út. Að minnsta kosti 250 sjálfboðaliðar Landsbjargar voru kallaðir út í gærkvöldi vegna ýmis konar vandræða, en hvergi er þó vitað um einstakt stórtjón, en tjón hér og þar kemur nánar í ljós með birtingu. Þá var slökkvilið höfuðborgarsvæðinu kallað tuttugu sinnum út vegna vatnsleka, einkum inn í kjallara húsa. Björgunarsveitir voru kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum og á Akureyri. Veðrið er nú víðast gengið niður nema á Austfjörðum, en þar er líka ofankoma og snjókoma á fjallvegum.
Veður Tengdar fréttir Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30