Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 11:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent