Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. vísir/afp „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
„Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svokölluðu Paradísarskjölum að ráðherrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vladimirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rússneskra yfirvalda af forsetakosningunum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefndinni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demókrata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherrans við tengdason Pútíns yrðu rannsökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Indverja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmaðurinn, Ravindra Kishore, sagði í yfirlýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bretlandsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofurríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir samfélaginu okkar.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Paradísarskjölin Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30 Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Viðskiptaráðherra Trump í slagtogi með tengdasyni Pútin Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, á í umfangsmiklum viðskiptum með tengdasyni Vladimir Pútin, forseta Rússlansd, í gegnum net aflandssfélaga. 6. nóvember 2017 11:30
Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. 6. nóvember 2017 09:45