Ætla að fella niður skattaafslátt við kaup rafbíla Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum. Bílar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum.
Bílar Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira