Flúði fótgangandi með börnin frá Sýrlandi daginn sem maðurinn hennar var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 15:46 Andaleeb er 25 ára tveggja barna móðir og ekkja sem flúði stríðið í Sýrlandi og heldur nú til í flóttamannabúðum í Jórdaníu. „Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900. Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Já, ég man daginn sem ég ákvað að flýja. Dagurinn var mjög erfiður. Maðurinn minn dó þennan dag. Dagurinn var skelfilega hræðilegur, ekki lítið hræðilegur,“ segir Andaleeb, 25 ára ekkja sem býr í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu. Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur nú birt áhrifamikið myndband úr búðunum þar sem Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, ræðir við Andaleeb en hún segir griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum hafa breytt lífi sínu. Andaleeb flúði ein fótgangandi með börnin sín tvö frá Sýrlandi eftir að eiginmaður hennar var myrtur á heimili þeirra fyrir framan hana og börnin. Hún hefur haldið til í Zaatari í fimm ár en hún var hamingjusamlega gift og átti stóra og nána fjölskyldu í Sýrlandi áður en stríðið braust út. Að hennar sögn var lífið fullkomið en svo braust stríðið og maður hennar og barnsfaðir var myrtur. Andaleeb segist ekki hafa búist við því að komast til Jórdaníu þar sem ferðalagið hafi verið mjög erfitt. Hún gekk í um 24 klukkustundir haldandi á börnunum sínum tveimur. Andaleeb glímdi síðan við mikið þunglyndi eftir að hún kom í flóttamannabúðirnar og fór lítið út á meðal fólks, en svo kynntist hún griðastað UN Women og þar með öðrum konum í sömu stöðu og hún. „Ég heyrði að þau væru að ráða starfsfólk, ég skráði mig og var ráðin af UN Women. Það breytti sálrænu ástandi mínu mikið. Áður var ég mikið heima en hér kynntist ég nýju fólk. Mér leiðist ekki lengur,“ segir Andaleeb og bætir við að andrúmsloftið sé létt og konurnar hlæji og tali saman. Myndband UN Women, sem er hluti af söfnunarátakinu Konur á flótta, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en söfnunina má styrkja með því að senda smsið KONUR í símanúmerið 1900.
Flóttamenn Tengdar fréttir Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Eva María og Eliza forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari UN Women á Íslandi hefur sett af stað söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. 7. nóvember 2017 21:00