Innlent

Viðrar ágætlega á kjördag

Birgir Olgeirsson skrifar
Gengið verður til kosninga á laugardag.
Gengið verður til kosninga á laugardag. Vísir/Pjetur
Það mun viðra ágætlega þegar Íslendingar fara á kjörstað næstkomandi laugardag, 28. október. Á kjördegi verður vestlæg eða breytileg átt og dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands en léttskýjað um landið austanvert. Hiti eitt til níu stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á morgun:

Austan- og norðaustanátt, dálítil rigning eða súld norðan og austan til, en yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 3 til 10 stig að deginum, mildast syðra.

Á miðvikudag:

Norðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning N- og A-til, en annars bjartviðri. Hægari vindur um kvöldið. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag:

Vestlæg átt 5-10 og skýjað sunnan- og vestanlands, hægari vindur og bjartviðri austan til. Hlýnar heldur í veðri.

Á föstudag:

Vestan 8-13 og rigning eða súld um landið vestanvert en þurrt að kalla austanlands. Hiti 4 til 9 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Vestlæg eða breytileg átt, og dálítil rigning með köflum sunnan- og vestanlands en léttskýjað um landið austanvert. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×