Segir Evrópu þurfa á Tyrklandi að halda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. október 2017 06:00 Orðsendingar hafa gengið á milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. vísir/afp Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00