Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2017 07:12 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. Zelda Perkins segir í samtali við Financial Times að hún hafi skrifað undir samkomulag þess efnis árið 1998. Þá hafði hún ætlað sér að stíga fram og greina frá áreitninni. Að sögn Perkins fól áreitnin meðal annars í sér þrálátar beiðnir um nudd og þá á hann að hafa reglulega reynt að toga hana upp í rúm til sín. Leikkonurnar Lupita Nyong'o og Gwyneth Paltrow hafa báðar greint frá sambærilegum tilraunum Weinstein. Þá hefur áður verið sagt frá því að leikkonan Rose McGowan hafi þegið svipaða greiðslu og Perkins árið 1997 eftir að framleiðandinn nauðgaði henni á hótelherbergi á Sundance kvikmyndahátíðinni. Gæti þurft að endurgreiða Weinstein Perkins segist skammast sín fyrir að hafa ekki þorað að segja frá framferði Weinstein á sínum tíma. Þó svo að næstum tveir áratugir eru frá því að hún undirritaði þagnarbindindið gæti hún engu að síður þurft að greiða Weinstein til baka upphæðina sem hún þáði. Þar að auki gæti hún þurft að greiða skaðabætur og annan kostnað sem til fellur vegna málareksturs fyrir dómstólum að sögn BBC. Perkins hafi þó engu að síður ákveðið að upplýsa um hegðun kvikmyndaframleiðandans eftir að samstarfskona hennar sagðist hafa sömu sögu að segja. Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum um að hafa áreitt og nauðgað samstarfskonum sínum í kvikmyndabransanum. Tugir kvenna hafa nú stígið fram og ásakað hann. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. Zelda Perkins segir í samtali við Financial Times að hún hafi skrifað undir samkomulag þess efnis árið 1998. Þá hafði hún ætlað sér að stíga fram og greina frá áreitninni. Að sögn Perkins fól áreitnin meðal annars í sér þrálátar beiðnir um nudd og þá á hann að hafa reglulega reynt að toga hana upp í rúm til sín. Leikkonurnar Lupita Nyong'o og Gwyneth Paltrow hafa báðar greint frá sambærilegum tilraunum Weinstein. Þá hefur áður verið sagt frá því að leikkonan Rose McGowan hafi þegið svipaða greiðslu og Perkins árið 1997 eftir að framleiðandinn nauðgaði henni á hótelherbergi á Sundance kvikmyndahátíðinni. Gæti þurft að endurgreiða Weinstein Perkins segist skammast sín fyrir að hafa ekki þorað að segja frá framferði Weinstein á sínum tíma. Þó svo að næstum tveir áratugir eru frá því að hún undirritaði þagnarbindindið gæti hún engu að síður þurft að greiða Weinstein til baka upphæðina sem hún þáði. Þar að auki gæti hún þurft að greiða skaðabætur og annan kostnað sem til fellur vegna málareksturs fyrir dómstólum að sögn BBC. Perkins hafi þó engu að síður ákveðið að upplýsa um hegðun kvikmyndaframleiðandans eftir að samstarfskona hennar sagðist hafa sömu sögu að segja. Harvey Weinstein hefur neitað öllum ásökunum um að hafa áreitt og nauðgað samstarfskonum sínum í kvikmyndabransanum. Tugir kvenna hafa nú stígið fram og ásakað hann.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00
Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00