Gæti orðið um langan veg að fara fyrir stuðningsmenn á HM í Rússlandi Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2017 11:30 Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn. Vísir/Getty Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45