Erlent

Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í London er lögreglan að rannsaka eitt tiltekið mál sem barst þeim í gær og í New York, heimaborg Weinstein, er lögreglan að kanna hvort að nýjar ásakanir á hendur honum hafi komið fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga.
Í London er lögreglan að rannsaka eitt tiltekið mál sem barst þeim í gær og í New York, heimaborg Weinstein, er lögreglan að kanna hvort að nýjar ásakanir á hendur honum hafi komið fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga. Vísir/Getty

Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. Frá þessu er greint á vef Guardian.



Það eru annars vegar lögreglan í London og hins vegar lögreglan í New York sem hafa Weinstein til rannsóknar.



Í London er lögreglan að rannsaka eitt tiltekið mál sem barst þeim í gær og í New York, heimaborg Weinstein, er lögreglan að kanna hvort að nýjar ásakanir á hendur honum hafi komið fram í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga.  



Sjá einnig:
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi



Fjöldi kvenna í skemmtanabransanum hafa stigið fram og greint ýmis frá kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi Weinstein gegn þeim.



Fjölmiðlaumfjöllun New York Times um málið leiddi til þess að hann var rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, og þá er konan hans farin frá honum. Bandarískir fjölmiðlar greina svo frá því í dag að Weinstein sé farinn í meðferð við kynlífsfíkn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×