Körfubolti

Ágúst: Bjartsýnn ef þetta er bætingin milli leikja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst getur verið ánægður með frammistöðu nýliðanna í dag
Ágúst getur verið ánægður með frammistöðu nýliðanna í dag
„Það er rosa lítið hægt að segja í rauninni, við köstum þessu bara frá okkur“ sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir grátlegt 69-73 tap Vals gegn Tindastól á heimavelli í annari umferð Dominos deildarinnar í körfubolta í kvöld.

Hans menn skoruðu aðeins fimm stig í síðasta leikhlutanum, sem gaf Tindastóli færi á að sækja sigurinn eftir að nýliðarnir höfðu verið yfir allan leikinn. 

„Við erum yfir 61-44, svo við skorum bara átta stig á síðustu þrettán mínútunum eða eitthvað svoleiðis, í leiknum, en við fengum fullt af opnum skotum, fengum meira að segja opin sniðskot, þetta bara vildi ekki niður hjá okkur.“

„Á meðan að einhvern veginn allt fór úrskeiðis í sókninni þá hrundi vörnin á sama tíma, sem hafði verið frábær í leiknum. Það var ekki sami kraftur í vörninni eins og hún var,“ sagði Ágúst.

Hann gat þó tekið margt jákvætt út úr leik sinna manna, en liðið steinlá fyrir Keflavík í fyrstu umferðinni.

„Ef við ætlum að bæta okkur svona á milli leikja þá er ég bara mjög bjartsýnn á framhaldið. Við gerum okkur alveg grein fyrir okkar stöðu, við erum nýliðar í deildinni og þurfum að sanna okkur,“ sagði Ágúst Björgvinsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×