Sport

Valgerður komin með bardaga í Osló

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir.
Valgerður Guðsteinsdóttir. mynd/snorri björns
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir er búin að fá sinn þriðja atvinnumannabardaga sem mun fara fram á risaboxkvöldi í Osló.

Valgerður er fyrsta íslenska konan sem gerist atvinnumaður í hnefaleikum en hún hefur unnið fyrstu tvo bardaga sína. Þá vann hún með miklum yfirburðum.

Að þessu sinni mun hún mæta Dominiku Novotná frá Tékkland en hún er að fara að keppa sinn fyrsta atvinnumannabardaga. Sú tékkneska á þó 20 atvinnumannabardaga að baki í kickboxi.

Bardagi þeirra mun fara fram sama kvöld og hin norska Cecilia Brækhus mun verja heimsmeistaratitil sinn gegn hinni sænsku Mikaelu Lauren. Báðar stórstjörnur og því risaboxviðburður á Norðurlöndunum. Búist er við um 8.000 manns á bardagakvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×