Formúla 1

Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jolyon Palmer
Jolyon Palmer Vísir/Getty
Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans.

„Japanski kappaksturinn verður mín síðasta keppni fyrir Renautl,“ sagði í yfirlýsingu frá Palmer.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil og ég hef gengið í gegnum mikið undanfarin þrjú ár en þetta hefur verið frábært ferðalag með liðinu,“ stóð enn frekar í yfirlýsingunni.

„Ég ætla að einbeita mér að góðum úrslitum í Japanska kappakstrinum og þá get ég metið framtíðina,“ sagði að lokum í yfirlýsingunni.

Líklega verða það Pierre Gasly og Daniil Kvyat sem munu ljúka tímabilinu hjá Toro Rosso. Hins vegar myndi það þýða að Gasly fórni Súper Formúlu titlinum sem hann á góða möguleika á að vinna, síðasta keppnin í þeirri mótaröð fer fram á sama tíma og bandaríski kappaksturinn.


Tengdar fréttir

Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan

Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi.

Lewis Hamilton á ráspól í Japan

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 og Valtteri Bottas á Mercedes varð annar, Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Hamilton: Hver einasti hringur var góður

Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta japanska-ráspól í dag. Hann hefur þá náð ráspól á öllum þeim brautum sem eru í notkun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×