Sport

Aron og Íveta smáþjóðameistarar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Anh Ky Huynh með verðlaun sín
Aron Anh Ky Huynh með verðlaun sín Mynd/ÍR
Íslendingar eignuðust sína fyrstu smáþjóðameistara í karate þegar smáþjóðaleikarnir í karate voru haldnir í Andorra helgina 29. september - 1. október.

Aron Anh Ky Huynh vann keppni 16-17 ára í kata, en hann kemur úr ÍR. Íveta Ívanova úr Fylki varð smáþjóðameistari í kumite í sama aldursflokki.

Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, keppti til úrslita í kumite fullorðna og hreppti þar silfrið.

Þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Máni Karl Guðmundsson unnu öll til bronsverðlauna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×