Sport

Blaksambandið fékk fjórar milljónir í viðbótarstyrk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sævar Má Guðmundsson, framkvæmdastjóra BLÍ, Jason Ívarsson, formann BLÍ, Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ við undirritun samnings um viðbótarstyrkinn.
Sævar Má Guðmundsson, framkvæmdastjóra BLÍ, Jason Ívarsson, formann BLÍ, Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ og Lárus L. Blöndal, forseta ÍSÍ við undirritun samnings um viðbótarstyrkinn. Mynd/bli.is
Blaksamband Íslands fékk viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag vegna landsliðsverkefna ársins 2017.

Viðbótarstyrkurinn er upp á 4 milljónir króna, en fyrir hafði sambandið fengið 4,4 milljónir í fyrri úthlutun ársins.

Landsliðsstarf Blaksambands Íslands hefur aldrei verið meira en á síðast liðnum 12 mánuðum. 12 landslið fóru til keppni í 20 mótum.

Bæði karla- og kvennalandsliðin tóku þátt í annari umferð undankeppni Heimsmeistaramótsins, en aldrei hafa liðin náð eins langt í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×