Hafa trú á Andra, FH og ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2017 06:00 Stjörnumenn og Eyjamenn berjast á sitt hvorum endanum í lokaumferðinni, Stjarnan um 2. sætið og ÍBV um að bjarga sér frá falli. Fréttablaðið/ Andri Marinó Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti