Hafa trú á Andra, FH og ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2017 06:00 Stjörnumenn og Eyjamenn berjast á sitt hvorum endanum í lokaumferðinni, Stjarnan um 2. sætið og ÍBV um að bjarga sér frá falli. Fréttablaðið/ Andri Marinó Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00