Sport

Fljótastur Íslendinga í járnmanni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Járnmaðurinn Geir Ómarsson
Járnmaðurinn Geir Ómarsson mynd/þríþrautarsamband íslands
Geir Ómarsson náði besta tíma Íslendings í járnmanni þegar hann tók þátt í Ironman Barcelona keppninni sem fram fór í Calella á Spáni.

Í járnmanni byrja keppendur á því að synda 3,8kmm svo eru hjólaðir 180km og að lokum er hlaupið heilt maraþon.

Geir lauk keppni á 8 klukkustndum, 39 mínútum og 34 sekúndum. Hann var 58:31 mínútu að synda, 4:38:42 klukkustundir að hjóla og 2:57:11 klukkustundir að hlaupa.

Hann var í 16. sæti í karlaflokki og fyrstur í sínum aldursflokki, 40-44 ára.

Með árangrinum náði Geir að vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í járnmanni sem fram fer á Havaí á næsta ári.

Alls voru 12 keppendur frá Íslandi í hópi 1800 keppenda sem kepptu á Spáni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×