Björn Ingi stofnar Samvinnuflokkinn en segist ekki á leið í framboð Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. september 2017 14:18 Björn Ingi Hrafnsson. Vísir/Ernir Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum. Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson er skráður rétthafi nýs léns, samvinnuflokkurinn.is, en ganga má úr skugga um eignarhald síðunnar í lénaskrá ISNIC. Björn Ingi þvertekur fyrir að vera á leið í framboð.Hann hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en síðan hefur ríkisstjórnarsamstarfinu vitaskuld verið slitið og boðað hefur verið til alþingiskosninga eftir einungis nokkrar vikur. Hann segist ekki á leið í kosningabaráttu. „Ég er ekki sjálfur á leið í framboð. Ég vildi bara taka þátt í að búa til nýtt borgaralegt afl þar sem jöfnuður, réttlæti og framfarir leika lykilhlutverk. Ég er viss um að á næstunni muni öflugir aðilar ganga til liðs við okkur og stofna þennan flokk með formlegum hætti og veita honum forystu. Ég sé fyrir mér að þeir komi úr ýmsum áttum, líka fólk sem hefur hingað til ekki látið að sér kveða á hinu pólitíska sviði,“ útskýrir Björn Ingi, sem hefur staðið nokkur styr um undanfarið.Vill sjá stjórnmálin þroskastÍ byrjun mánaðar greindi Fréttablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefði keypt allar eignir fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf, að undanskildum héraðsfréttablöðum sem félagið hefur gefið út - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins. Þetta eru fjölmiðlar á borð við DV, dv.is, ÍNN, Eyjuna og fleiri miðlar. Í kjölfar kaupanna tilkynnti Björn Ingi að hann væri hættur störfum á miðlunum. En Björn Ingi er að hugsa um annað en fjölmiðla núna - hann vill sjá stjórnmálin þroskast. „Við þurfum á því að halda Íslendingar að vinna meira saman og ná samkomulagi um helstu mál, en standa ekki í eilífum ágreiningi um stórt og smátt og útiloka allskonar samstarfsfleti fyrirfram. Sú aðferðafræði hefur skilað íslenskum stjórnmálum upp á sker og vonandi ber okkur gæfa til þess að losna þaðan sem allra fyrst,“ segir Björn Ingi og bætir við að Samvinnuflokkurinn sé á frumstigi. Nafnið sé komið og lénið – svo ráðist framhaldið á næstu dögum.
Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Sjá meira