Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna Elín Albertsdóttir skrifar 25. september 2017 09:30 Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið við rekstri á Þremur frökkum af föður sínum. Vísir/Eyþór Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Eysteinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin. Veitingahúsið Þrír frakkar verður 30 ára eftir tvö ár. Úlfar og Stefán, sonur hans, hafa lagt áherslu á að gestir geti alltaf gengið að sínum réttum. „Ef við tökum einhvern rétt af matseðli er stöðugt spurt um hann,“ segir Stefán. „Plokkfiskurinn okkar hefur verið mjög vinsæll og við gerum honum alltaf hátt undir höfði. Í gamla daga voru settir afgangar í plokkfisk en hjá okkur er ekkert til sparað og eingöngu eðalhráefni notað. Plokkfiskur er stolt íslensku húsmóðurinnar og við eigum marga fastagesti sem koma reglulega til að smakka á honum. Við klæðum plokkfiskinn í kjólföt,“ segir Stefán sem var alltaf ákveðinn í að verða kokkur eins og pabbinn. Nú er sonur Stefáns í læri hjá honum. Kokkastarfið gengur því mann fram af manni í þessari fjölskyldu. „Ég er alinn upp í eldhúsinu og matargerðin hefur alltaf verið líf mitt og yndi. Faðir minn varð sjötugur fyrir stuttu en hann hefur ekki tekið sér sumarfrí í sextán ár, það var kominn tími til að hann færi að slaka á. Hann kemur þó alltaf til okkar, annað hvort til að heilsa upp á kunnuglega gesti eða hjálpa til í eldhúsinu. Hann hefur glímt við erfið veikindi en er á batavegi og getur farið að njóta lífsins,“ segir Stefán en Þrír frakkar eiga stóran hóp fastagesta í hádeginu. „Á kvöldin er meira um erlenda ferðamenn. Einnig er algengt að íslenskir viðskiptamenn komi með erlenda gesti sína.“ Úlfar Eysteinsson veit hvað hann syngur í skötumálum, og Þorláksmessa er hans uppáhaldsdagur. Vísir/GVA Góð stemming í sláturgerðStefán er alinn upp við slátur og sláturgerð. „Slátur er góður matur. Þegar amma mín var á lífi var fjölskyldunni hóað saman í sláturgerðina. Allir hjálpuðust að við að sauma vambir og allt var hakkað í handsnúinni hrærivél. Amma hrærði blönduna í stórum bala. Það eru góðar minningar frá þessum tíma og mikil stemming sem myndaðist. Þetta voru skemmtilegar samverustundir. Svo hittist fjölskyldan aftur til að skera út laufabrauð fyrir jólin,“ segir Stefán. „Við erum ekki með slátur á matseðlinum okkar en bjóðum stundum upp á forréttabakka með lifrarpylsu, súrum hval og þess háttar. Það er eiginlega smakk fyrir útlenda gesti. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða íslenskan mat úr okkar eigin náttúru.“ Stefán segir að á fyrstu árum Þriggja frakka hafi Íslendingar ekki pantað sér fisk á veitingahúsum. „Þeir fengu nóg af soðningunni heima hjá sér. Við þóttum framúrstefnulegir að vera með sjávarréttastað. Við fundum strax áhuga erlendra ferðamanna á íslenska fiskinum. Eftir að hinn kunni matreiðslumaður Anthony Bourdain gerði þátt um okkur fundum við verulega aukinn áhuga hjá útlendingum á að fá sér plokkfisk,“ segir Stefán sem gefur hér uppskrift að vinsælum haustrétti, kótelettum í raspi. „Þetta er gríðarlega vinsæll réttur. Við erum alltaf með nokkra kjötrétti á matseðlinum, lambakjöt, hvalkjöt, svartfugl, lunda og hrossalundir svo eitthvað sé nefnt.“ Kótelettur í raspi er uppáhaldsmatur margra. Það er einfalt að útbúa þennan rétt. MYND/EYÞÓR Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna Kótilettur 3 til 4 á mann eftir stærð Kóteletturnar eru lamdar (flattar út) Síðan er þeim velt upp úr hveiti svo eggjablandan loði betur við kjötið, síðan velt upp úr eggjahræru með salti og pipar og að lokum velt upp úr raspi. Steikt upp úr miklu smjöri á miðlungshita þannig að þær verða gullinbrúnar á hvorri hlið, um það bil 3-4 mínútur. Raðið kótelettunum í ofnskúffu og setjið meira smjör ofan á. Bakist í ofni í 30 mínútur á um 140°C. Meðan kóteletturnar eru í ofninum er gott að sykurbrúna kartöflur og laga brúna sósu. Kóteletturnar eru bornar fram með grænum baunum, rauðkáli og rabarbarasultu. Svínakjöt Uppskriftir Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stefán Úlfarsson matreiðslumaður hefur tekið yfir rekstur á veitingahúsi föður síns, Úlfars Eysteinssonar, Þremur frökkum. Stefán segir að matarsmekkur fólks sé öðruvísi á sumrin en haustin. Veitingahúsið Þrír frakkar verður 30 ára eftir tvö ár. Úlfar og Stefán, sonur hans, hafa lagt áherslu á að gestir geti alltaf gengið að sínum réttum. „Ef við tökum einhvern rétt af matseðli er stöðugt spurt um hann,“ segir Stefán. „Plokkfiskurinn okkar hefur verið mjög vinsæll og við gerum honum alltaf hátt undir höfði. Í gamla daga voru settir afgangar í plokkfisk en hjá okkur er ekkert til sparað og eingöngu eðalhráefni notað. Plokkfiskur er stolt íslensku húsmóðurinnar og við eigum marga fastagesti sem koma reglulega til að smakka á honum. Við klæðum plokkfiskinn í kjólföt,“ segir Stefán sem var alltaf ákveðinn í að verða kokkur eins og pabbinn. Nú er sonur Stefáns í læri hjá honum. Kokkastarfið gengur því mann fram af manni í þessari fjölskyldu. „Ég er alinn upp í eldhúsinu og matargerðin hefur alltaf verið líf mitt og yndi. Faðir minn varð sjötugur fyrir stuttu en hann hefur ekki tekið sér sumarfrí í sextán ár, það var kominn tími til að hann færi að slaka á. Hann kemur þó alltaf til okkar, annað hvort til að heilsa upp á kunnuglega gesti eða hjálpa til í eldhúsinu. Hann hefur glímt við erfið veikindi en er á batavegi og getur farið að njóta lífsins,“ segir Stefán en Þrír frakkar eiga stóran hóp fastagesta í hádeginu. „Á kvöldin er meira um erlenda ferðamenn. Einnig er algengt að íslenskir viðskiptamenn komi með erlenda gesti sína.“ Úlfar Eysteinsson veit hvað hann syngur í skötumálum, og Þorláksmessa er hans uppáhaldsdagur. Vísir/GVA Góð stemming í sláturgerðStefán er alinn upp við slátur og sláturgerð. „Slátur er góður matur. Þegar amma mín var á lífi var fjölskyldunni hóað saman í sláturgerðina. Allir hjálpuðust að við að sauma vambir og allt var hakkað í handsnúinni hrærivél. Amma hrærði blönduna í stórum bala. Það eru góðar minningar frá þessum tíma og mikil stemming sem myndaðist. Þetta voru skemmtilegar samverustundir. Svo hittist fjölskyldan aftur til að skera út laufabrauð fyrir jólin,“ segir Stefán. „Við erum ekki með slátur á matseðlinum okkar en bjóðum stundum upp á forréttabakka með lifrarpylsu, súrum hval og þess háttar. Það er eiginlega smakk fyrir útlenda gesti. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða íslenskan mat úr okkar eigin náttúru.“ Stefán segir að á fyrstu árum Þriggja frakka hafi Íslendingar ekki pantað sér fisk á veitingahúsum. „Þeir fengu nóg af soðningunni heima hjá sér. Við þóttum framúrstefnulegir að vera með sjávarréttastað. Við fundum strax áhuga erlendra ferðamanna á íslenska fiskinum. Eftir að hinn kunni matreiðslumaður Anthony Bourdain gerði þátt um okkur fundum við verulega aukinn áhuga hjá útlendingum á að fá sér plokkfisk,“ segir Stefán sem gefur hér uppskrift að vinsælum haustrétti, kótelettum í raspi. „Þetta er gríðarlega vinsæll réttur. Við erum alltaf með nokkra kjötrétti á matseðlinum, lambakjöt, hvalkjöt, svartfugl, lunda og hrossalundir svo eitthvað sé nefnt.“ Kótelettur í raspi er uppáhaldsmatur margra. Það er einfalt að útbúa þennan rétt. MYND/EYÞÓR Kótelettur í raspi að hætti togarasjómanna Kótilettur 3 til 4 á mann eftir stærð Kóteletturnar eru lamdar (flattar út) Síðan er þeim velt upp úr hveiti svo eggjablandan loði betur við kjötið, síðan velt upp úr eggjahræru með salti og pipar og að lokum velt upp úr raspi. Steikt upp úr miklu smjöri á miðlungshita þannig að þær verða gullinbrúnar á hvorri hlið, um það bil 3-4 mínútur. Raðið kótelettunum í ofnskúffu og setjið meira smjör ofan á. Bakist í ofni í 30 mínútur á um 140°C. Meðan kóteletturnar eru í ofninum er gott að sykurbrúna kartöflur og laga brúna sósu. Kóteletturnar eru bornar fram með grænum baunum, rauðkáli og rabarbarasultu.
Svínakjöt Uppskriftir Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira