Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 22:03 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/stefán Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Með breytingunum á að afnema bókaskatt. Fulltrúar úr öllum flokkum koma að frumvarpinu og er þverpólitísk samstaða um málið. Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. Nýjar tölur Félags íslenskra bókaútgefenda, sem unnar eru upp úr tölum Hagstofu Íslands, sýna að 11% samdráttur varð í bóksölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hefur bóksala dregist saman um 31,32% frá árinu 2008. Samdráttur í veltu fyrstu fjóra mánuði ársins var 7,83%. Þá kemur fram í greinargerðinni með frumvarpinu að hækkun neðra þreps virðisaukaskatt árið 2014 hafi haft umtalsverð neikvæð áhrif á bóksölu á skömmum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að frumvarpið styðji við meginmarkmið Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018 um að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri. Þá kemur fram að tekjur af virðisaukaskatti á bóksölu voru um 278 milljónir árið 2014, um 374 milljónir króna árið 2015 og um 353 milljónir króna árið 2016. „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu. Þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif af því að efla bókaútgáfu, svo sem aukinn fjölbreytileiki með auknu framboði af bókum ásamt því að styðja við íslenska tungu sem seint verður metið til fjár,“ segir í frumvarpinu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira