Fótbolti

Ronaldo með 14 mörk í síðustu sjö Meistaradeildarleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid bar sigurorð af Borussia Dortmund, 1-3, í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær.

Ronaldo hefur nú skorað 14 mörk í síðustu sjö leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Hann skoraði 10 mörk í síðustu fimm leikjum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Þau komu ekki gegn neinum aumingjum; Bayern München, Atlético Madrid og Juventus.

Ronaldo hefur haldið uppteknum hætti í upphafi þessa tímabils. Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á APOEL í 1. umferð riðlakeppninnar og svo aftur tvö mörk gegn Dortmund í gær.

Leikurinn í gær var 400. leikur Ronaldos með Real Madrid. Í þessum 400 leikjum hefur hann skorað 412 mörk. Gjörsamlega sturluð tölfræði hjá Portúgalanum marksækna.

Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid og jafnframt markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar með 110 mörk.

Ronaldo hefur orðið markakóngur Meistaradeildarinnar undanfarin fimm ár og sex sinnum alls.

@Cristiano400 matches 412 goals #HalaMadrid

A post shared by Real Madrid C.F. (@realmadrid) on


Tengdar fréttir

Real vann í Þýskalandi

Real Madrid vann stórleik umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld, þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund. Lokatölur urðu 1-3 fyrir gestunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×