Fótbolti

Nagelsmann líklegastur til að taka við Bayern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Julian Nagelsmann hefur gert góða hluti með Hoffenheim.
Julian Nagelsmann hefur gert góða hluti með Hoffenheim. vísir/getty
Julian Nagelsmann þykir líklegastur til að taka við stjórastarfinu hjá Bayern München samkvæmt veðbönkum.

Carlo Ancelotti var rekinn í dag eftir aðeins rúmt ár í starfi. Hann stýrði Bayern í síðasta sinn í 0-3 tapi fyrir Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gær.

Nagelsmann, sem er aðeins þrítugur, hefur náð eftirtektarverðum árangri með Hoffenheim og kom liðinu m.a. í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann skrifaði undir nýjan samning við Hoffenheim í sumar.

Willy Sagnol, sem var aðstoðarþjálfari Ancelottis og mun stýra Bayern þangað til nýr stjóri finnst, er annar á lista veðbanka.

Thomas Tuchel, sem var látinn fara frá Borussia Dortmund í vor, er þriðji á listanum og Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, fjórði.

Margir fleiri eru nefndir til sögunnar, þ.á.m. Brendan Rodgers, Joachim Löw, Louis van Gaal, Luis Enrique og Rafa Benítez.


Tengdar fréttir

PSG niðurlægði Bæjara

Paris Saint-Germain virðist líklegt til afreka í Meistaradeildinni þetta tímabilið.

Ancelotti rekinn frá Bayern München

Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×