iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Phil Schiller markaðsstjóri Apple kynnti iPhone X á viðburðinum í dag. Getty images Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag. Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag.
Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30