Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 14:15 Hermenn á æfingu í Suður-Kóreu. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan. Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stofna herdeild með það markmið að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og aðra leiðtoga ríkisins af dögum. Áætluð stofnun herdeildarinnar er sögð vera skilaboð til leiðtoga Norður-Kóreu en deildin hefur fengið viðurnefnið „afhöfðunardeild“. Til stendur að stofna hana áður en þessu ári lýkur.Embættismenn sögðu New York Times að herdeildin gæti gert árásir yfir landamæri ríkjanna í skjóli myrkurs með sérstökum þyrlum og flugvélum. Allt á milli tvö og fjögur þúsund hermenn munu vera í deildinni.„Besti fælingarmáttur okkar, fyrir utan eigin kjarnorkuvopn, felst í því að láta Kim Jong-un óttast um líf sitt,“ sagði hershöfðinginn Shin Won-sik. Hann sagði einnig að Suður-Kórea ætti nóg af eldflaugum grandað gætu neðanjarðarbyrgjum Norður-Kóreu og öðrum felustöðum Kim Jong-un. Flugher Suður-Kóreu gerði í dag tilraunir með Taurus-eldflaug sem ætluð er til þess að gera nákvæmar árásir á mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til stendur að koma 170 slíkum flaugum fyrir í Suður-Kóreu. Shin Won-sik sagði tilganginn vera að byggja upp þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, en án kjarnorkuvopna. „Í miðaldaríki eins og Norður-Kóreu er líf Kim Jong-un virði hundruð þúsunda venjulegs fólks sem væri ógnað með beitingu kjarnorkuvopna.“Yfirlit yfir hernaðargetu Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsFyrri tilraun algerlega misheppnuð Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar hugmyndir eru settar í framkvæmd í Suður-Kóreu. Í kjölfar þess að sérsveitarmenn frá Norður-Kóreu reyndu að gera árás á forsetahöll Suður-Kóreu á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndu yfirvöld í suðri að þjálfa fanga til þess að laumast inn í Norður-Kóreu og ráða Kim Il-sung af dögum. Þegar hætt var við verkefnið brugðust fangarnir reiðir við og drápu þjálfara sína. Þá hófu þeir skothríð í Seoul og sprengdu sig svo í loft upp í höfuðborginni.Óttast aðgerðaleysi Bandaríkjanna Það þykir ekki algengt að þjóðríki tilkynni áætlanir sínar um að ráða þjóðarleiðtoga af dögum en líklegt þykir að tilkynningu Suður-Kóreu sé ætlað að auka þrýstingin á yfirvöld nágranna þeirra og jafnvel fá þá að samningaborðinu.Eftir tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar sem gætu mögulega borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna óttast Suður-Kóreumenn að Bandaríkin myndu ekki koma þeim til aðstoðar ef til stríðs á milli ríkjanna kæmi, vegna þeirrar ógnar að Norður-Kórea gæti skotið kjarnorkuvopnum til Bandaríkjanna. EF til stríðs kæmi gæti Norður-Kórea beitt hefðbundnu stórskotaliði til að valda gífurlegu tjóni í Suður-Kóreu og í höfuðborginni Seoul, þar sem 25 milljónir manna búa, á mjög skömmum tíma. Mögulega gæti efnavopnum verið skotið á Seoul með því stórskotaliði. Þar að auki eru Norður-Kóreumenn með fjölda eldflauga sem skotið yrði að herstöðvum í Suður-Kóreu og Japan.
Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira