Fótbolti

Dembele spilar ekki meira með Barcelona á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ousmane Dembele situr hér á grasinu í leiknum á móti Getafe í gær.
Ousmane Dembele situr hér á grasinu í leiknum á móti Getafe í gær. Vísir/Getty
Meiðslin sem Ousmane Dembele varð fyrir í gær eru það alvarleg að hann verður frá keppni næstu fjóra mánuðina.

Barcelona keypi hinn tvítuga Dembele fyrir meira en hundrað milljónir evra í lok ágúst og hann var hugsaður sem eftirmaður Neymar sem Börsungar seldu til Paris Saint Germain.

Ousmane Dembele var að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í spænsku úrvalsdeildinni í gær en varð að fara meiddur af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Hann tognaði í sínum fyrsta alvöru spretti í leiknum og gaf strax merki um það að hann þyrfti skiptingu.

Dembele tognaði aftan í læri á vinstri fæti og í dag kom í ljós að hann spilar ekki aftur með Barcelona fyrr en á næsta ári.  BBC segir frá.

Þetta var annar byrjunarliðsleikur Ousmane Dembele í röð hjá Barcelona en hann var einnig í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Juventus í Meistaradeildinni í vikunni.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×