80 handteknir eftir þriðju nótt mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 13:15 Frá mótmælum í St. Louis. Vísir/Getty Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira