Innlent

Stefán stýrir nýrri skrifstofu alþjóðamála

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Ásmundsson (til hægri).
Stefán Ásmundsson (til hægri). Vísir/AFP
Stefán Ásmundsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri nýrrar skrifstofu alþjóðamála sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að Stefán hafi hafið störf í sjávarútvegsráðuneytinu árið 1998 og gegnt embætti skrifstofustjóra þegar hann fékk leyfi til að starfa hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel.

„Árið 2011 tók Stefán við starfi framkvæmdastjóra NorðausturAtlantshafs-fiskveiðiráðsins NEAFC í London sem hann gegndi þar til í sumar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×