Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 15:20 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30
Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43