Finnur: Þeir fundu lausnir allan tímann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:53 Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var almennt ánægður með frammistöðu Íslands gegn Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í dag, en sagði varnarleikinn vera helsta vandamál liðsins. Arnar Björnsson ræddi við Finn eftir leikinn. „Mér fannst við koma ágætlega út sóknarlega, náðum að setja saman fínar fléttur og fá körfurnar, en á sama tíma þá er varnarleikurinn ekki nógu góður.“ „Slóvenía náði að finna lausnir allan tímann. Þegar það fór að hiksta hjá okkur sóknarlega og þeir héldu áfram að gera sitt sóknarlega þá náttúrulega jókst munurinn og þeir fóru að fá hraðaupphlaup og skora í kjölfarið, þannig að á meðan við náum ekki að stoppa þá og treysta á vörnina okkar þá verður þetta alltaf mjög erfitt,“ sagði Finnur. Íslendingar voru sterkir framan af í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta, en leikurinn tapaðist að lokum 75-102. „Við erum minni og við þurfum að taka áhættu hér og þar. Þeir eru bara með það mikla hæfileika og það mikinn líkamlegan styrk í mörgum stöðum að við þurfum nánast að spila óaðfinnanlega til þess að ná að loka hlutunum. Sérstaklega í lokinn þegar Dragic stígur upp og byrjar að stýra showinu, nær að vera klókur og næla sér í villur og koma sér á vítalínuna og byggja upp muninn, þá var þetta strax erfitt.“ „Ég var ánægðastur með strákana sem komu af bekknum og náðu að rífa þetta upp. Frammistaða Elvars var mjög flott, mér fannst Tryggvi koma inn og líma vörnina saman. Við héldum áfram út allan leikinn. Við náum að skapa okkur skot og skapa okkur færi. Haukur, Hlynur og Martin allir að gera vel, sérstaklega sóknarlega, en þetta kemur allt til baka ef við náum ekki að finna leiðir til að verjast þessum liðum, þá verðum við alltaf í bölvuðu basli,“ sagði Finnur að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15