Tígurinn vann enn einn sigurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2017 08:00 Tígurinn Suheil al-Hassan er margverðlaunaður hershöfðingi. Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011. Sýrland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Sýrlenska stjórnarhernum, undir stjórn Tígursins svokallaða, tókst í gærkvöld að brjóta á bak aftur umsátur liðsmanna Íslamska ríkisins um borgina Deir ez-Zur í austurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint i fréttum ríkissjónvarpsstöðvar landsins en samtökin hafa setið um borgina síðastliðin þrjú ár. Hjálparsamtökin Sýrlenska mannréttindavaktin hafa staðfest að hermenn á vegum stjórnvalda væru komnir að útjaðri borgarinnar eftir hörð átök í gærkvöldi. Varnir ISIS-liða brustu í nótt og gerði það stjórnarhernum kleift að aftengja jarðsprengjur sem komið hafði verið fyrir við herstöð í borginni. Hermenn sem varið höfðu stöðina voru frelsinu fegnir þegar liðsaukinn barst. Sigur stjórnarhersins í gær er einn fjöldamargra sem hermenn hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafa fagnað á síðustu vikum og mánuðum. Er það ekki síst fyrir tilstuðlan loftárasa Rússa og aðstoðar Hesbollah sem sýrlenski stjórnarherinn hefur bætt við sig miklu landssvæði á síðustu dögum. Í tilkynningu frá hernum segir að sigurinn í gær sé vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum og að borgin verði nýtt sem „stökkpallur fyrir frekari hernaðarsigra á svæðinu.“ Hershöfðinginn Suheil al-Hassan, sem oftar en ekki er kallaður Tígurinn, fór fyrir aðgerðunum í nótt en sveitir á hans vegum hafa unnið stóra sigra síðastliðin ár í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Má þar nefna þegar stjórnarhernum tókst að ná austurhluta Aleppoborgar aftur á sitt vald í desember í fyrra - sem alla jafna er talinn stærsti stigur frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011.
Sýrland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira