Datt og meiddist þegar hann klifraði upp í kerru til þess að flýja hund Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 11:41 Óvenju mikið var um umferðarslys og óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Vísir/Eyþór Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin. Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fyrr í vikunni slasaðist maður lítillega á flótta undan lausum hundi. Hundurinn hafði sloppið út af heimili eiganda síns án þess að nokkur yrði þess var. Hann réðst svo að manninum sem varð á vegi hans. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum stökk hundurinn í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér án árangurs. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru. Við þetta datt maðurinn og meiddi hann sig lítillega samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Heilbrigðiseftirliti var tilkynnt um málið en lögregla talaði við eigenda hundsins sem var miður sín vegna atviksins.Klippa þurfti ökumann úr bílnum Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítalann en hann hlaut beinbrot auk fleiri meiðsla. Einnig varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssona og annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrír voru svo fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg. Kona hnuplaði níu ilmvatnsglösum í tveimur verslunum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ilmvatnsglösin voru að verðmæti rúmlega 82.000 krónum og var konan handtekin og færð á lögreglustöð. Konan framvísaði varningnum sem hún hafði hnuplað. Einnig var tilkynnt um þjófnað úr vínbúð í umdæminu. Karlmaður hafði á brott með sér vodkaflösku án þess að greiða fyrir hana. Nokkru síðar kom maður inn í vínbúðina og hnuplaði tveimur vodkaflöskum en grunur leikur á að sami maðurinn hafi verið á ferðinni í bæði skiptin.
Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira