Erlent

Nærri 20.000 flúið á viku

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rohingya-múslimar flýja frá Mjanmar.
Rohingya-múslimar flýja frá Mjanmar. Vísir/EPA
Rúmlega 18.000 Roh­ingya-múslimar hafa flúið til Bangladess frá Mjanmar undanfarna viku. Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi.

BBC greindi frá því í gær að þúsundir til viðbótar bíði við landamæri ríkjanna í von um að fá inngöngu í Bangladess og þá er jafnframt talið að mikill fjöldi sé fastur á hinu óbyggða landsvæði á milli ríkjanna.

Talið er að að minnsta kosti 100, aðallega Rohingya-múslimar, hafi látið lífið í átökum undanfarið í Rakhine en samkvæmt BBC fást þær fregnir ekki staðfestar þar sem yfirvöld í Mjanmar vilja ekki ræða við blaðamenn og fáir blaðamenn fá inngöngu í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×