Thomasi sýndar myndir af líki Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 18:42 Frá dómsal í morgun. vísir/anton brink Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt 14. janúar, voru sýndar myndir af líki Birnu í skýrslutökum hjá lögreglu. Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, hafði beðið um að Einar Guðberg myndi gefa skýrslu fyrir dómi. Einar er lögreglufulltrúi í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er daglegur stjórnandi í þeim hluta deildarinnar sem snýr að ofbeldisbrotum. Verjandinn spurði fyrst hvort að lögreglan hefði aflað sér einhverra upplýsinga um þann menningarlegan mismun á Grænlandi og Íslandi og hvernig best væri að nálgast Grænlendinga. Einar kvaðst ekki geta sagt til um hvernig þessum málum hafi verið háttað við upphaf rannsóknarinnar þar sem hann var ekki á landinu en vissulega hafi þetta verið spurning um túlkun og annað slíkt. Þannig hafi verið reynt að fá grænlenskan túlk í upphafi en það hafi gengið erfiðlega. Þá hafi grænlenskur lögreglumaður talað við lögreglumenn og útskýrt ýmislegt varðandi menningarmun en Einar hafi ekki verið viðstaddur þegar grænlenski lögreglumaðurinn ræddi þessi mál við þá íslensku.Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn í dag sem hylur andlit sitt þegar ljósmyndarar eru nærri.Vísir/Anton BrinkThomas kvartaði undan því að hafa verið beittur þrýstingi í yfirheyrslu Páll Rúnar spurði þá hvort það hefði einhvern tímann komið fram að Grænlendingar hefðu meiri tilhneigingu en aðrir til að vilja þóknast öðrum. Einar svaraði því neitandi. Þá spurði verjandinn hvort það hefði einhvern tímann komið fram að það væri óráðlegt að beita þá þrýstingi. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að það væri gegnumgangandi í rannsóknum lögreglunnar að beita ekki þrýstingi. Verjandinn spurði þá hvort hann kannaðist við það að Thomas hefði kvartað undan því að hafa verið beittur þrýstingi. „Hann kvartaði við mig eftir eina skýrslutökuna að hann hefði verið beittur þrýstingi og ég fullvissaði hann um að það ætti ekki að beita hann þrýstingi. [...] Hann sagði að það hefðu menn komið inn í klefa og öskrað á hann en það var ekkert sem gaf til kynna að það hefði verið öskrað á hann annað en hans framburður,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann myndi eftir því að Thomas hefði sagt að hann væri hræddur og óttasleginn sagðist Einar ekki muna eftir því að Thomas hefði talað um að hann væri hræddur. Hann hefði hins vegar sagt að honum þætti þetta óþægilegt. Þá kvaðst Einar ekki kannast við það að það hefði nokkurn tímann verið öskrað á Thomas og/eða Nikolaj í yfirheyrslum sem hann var viðstaddur.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Vísir/Anton BrinkSagði Thomas hafa sýnt lítil svipbrigði og viðbrögð í yfirheyrslum Verjandinn spurði Einar síðan út í það hvort að Thomasi hafi verið sýndar myndir af líki Birnu í yfirheyrslum. Hann svaraði því játandi. Spurði verjandinn þá hvort að það hefði verið taktík af hálfu lögreglunnar. „Nei, það var ekki taktík heldur var verið að sýna honum málsgögn. [...] Það var verið að sýna honum ljósmynd af líki af manneskju sem hann var sakaður um að hafa banað.“ Spurður út í viðbrögð Thomasar þegar honum voru sýndar myndirnar sagði Einar að sakborningurinn hefði sýnt lítil svipbrigði og viðbrögð í þeim yfirheyrslum sem hann var viðstaddur. Annar lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi í dag, Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður. Hann lýsti því hvernig rannsóknin hefði þróast. Hann sagði að símagögn hefðu leitt lögreglu að Hafnarfjarðarhöfn en símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem er vitni í málinu en var um tíma með réttarstöðu sakbornings, ferðuðust með svipuðum hætti. Í kjölfarið var farið að skoða upptökur og þá kom í ljós tenging við bílinn sem Thomas hafði verið með á leigu.Bíllinn sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf. Í bílnum fannst mikið magn blóðs úr Birnu.Vísir„Það var ljóst að átök höfðu átt sér stað í bílnum“ „Þá kemur það í ljós þegar við náum í þennan Kia Rio-bíl að það hefur eitthvað átt sér stað í bílnum. Hann er blóðugur, það er blóð í aftursæti, blóðpollur undir aftursæti, blóðslettur fram í ökumannsmegin á mælaborði og sólskyggni. Það var ljóst að átök höfðu átt sér stað í bílnum,“ sagði Leifur fyrir dómi í dag. Síðar kom í ljós við rannsókn lögreglu að blóðið í bílnum var úr Birnu. Við rannsókn málsins var farið með Thomas niður á Hafnarfjarðarhöfn þar sem Polar Nanoq hafði legið við bryggju. „Tilgangurinn var að reyna að fá Thomas til að reyna að skýra atburðarásina, hvert bílnum hefði verið ekið og hvernig það var í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir. Þarna skýrði hann frá því að hann hefði ekið með tvær stúlkur frá höfnina eftir að hafa verið við flotkvína. Hann hafði ekið frá höfninni í Vallarhverfi og sett stúlkurnar út við Reebok-líkamsræktarstöðina. Síðan ókum við áleiðis Reykjanesbraut til suðurs og veltum því fyrir okkur hvort hann hefði ekið á þessum slóðum og mögulega út af Reykjanesbrautinni en það kom ekkert fram og hann kannaðist ekkert við sig,“ sagði Leifur. Hann sagði síðan að þessi frásögn Thomasar ætti ekki við rök að styðjast þar sem ekki hefði fundist neitt myndefni við líkamsræktarstöðina sem staðfesti þessa sögu.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkGat ekki staðfest að mannveran sem sást á upptökum við höfnina væri Thomas Verjandi Thomasar spurði Leif síðan út í ferðir bílsins þarna um morguninn. Viðurkenndi lögreglumaðurinn að vissulega væru óútskýrðar um 40 mínútur af ferðum bílsins milli klukkan 5:20 og 6:00, eða þar um bil, þar sem bíllinn sést hvergi í mynd. Aðspurður hvort lögreglan teldi að Nikolaj, Thomas og Birna hafi öll verið í bílnum á þessum tíma sagðist lögreglumaðurinn ekki hafa vitneskju um annað. Þá staðfesti lögreglumaðurinn að það hefði slokknað á síma Birnu rétt fyrir klukkan sex. Lögreglumaðurinn var því næst spurður út í myndefni af bílnum þar sem honum var lagt við enda Hafnarfjarðarhafnar en þar var bíllinn í um 50 mínútur. Verjandinn spurði hvort að lögreglumennirnir hefðu séð Thomas fara inn í bílinn að aftanverðu. „Þar sem bílnum er lagt töluvert langt frá myndavélinni þá er þetta óskýrt og langt frá. En það sést mannvera fara út um ökumannshurðina og aftur í bílinn en ég get ekki staðfesta að það sé Thomas,“ sagði Leifur. Verjandinn spurði þá hvort hann væri viss um að geta séð mannveruna fara inn í bílinn að aftanverðu. Svaraði Leifur því til að það væri hans sannfæring, já.Thomas leiddur inn í dómsalinn við upphaf þinghalds í dag.vísir/anton brink„Hann virtist muna það sem hann vildi muna“ Lögreglumaðurinn var spurður að því hvernig Nikolaj hefði verið útilokaður frá rannsókninni. „Fyrir það fyrsta þá sést hann fara upp í Polar Nanoq þegar bílnum er rennt upp að skipinum. Ökumaðurinn fer svo aftur í og Thomas bar sjálfur í yfirheyrslum að hafa farið í aftursæti bílsins og talað við Birnu Brjánsdóttur og hina stúlkuna. Það sagði okkur að hún hefði verið heil heilsu þegar þeir komu á höfnina. [...] Öllum bar svo saman um Nikolaj hefði verið ofurölvi þessa nótt og verið hálfmeðvitundarlaus vegna ölvunar. [...] Hann átti erfitt með að rifja þetta upp sjálfur en svo fundust engin lífsýni á hans fatnaði en það fundust lífsýni á fatnaði ákærða,” sagði Leifur en þar var um að ræða úlpu Thomasar sem hafði verið aftur í bílaleigubílnum. Verjandinn spurði hann svo hvort hann hefði tekið framburð Thomasar trúanlegan á þessum tímapunkti. „Ákærði greindi frá ýmsu og var greinargóður og nákvæmur fram að þeim tímapunkti þegar átti að fara að ræða hluti sem honum fannst greinilega óþægilegt að ræða. Þá gaf hann aldrei rökréttar skýringar á því sem undir hann var borið. Hann var til að mynda margoft spurður hvort einhver annar hefði haft bílinn til umráða eða keyrt bílinn og hann svaraði því alltaf neitandi. Ég tók hann trúanlegan hvað þetta varðaði en trúði því ekki að hann myndi skyndilega ekki eftir því sem hafði gerst fimm mínútum síðar eða tíu mínútum áður. Hann virtist muna það sem hann vildi muna.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt 14. janúar, voru sýndar myndir af líki Birnu í skýrslutökum hjá lögreglu. Þetta kom fram í skýrslu sem tekin var af Einari Guðberg Jónssyni lögreglumanni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, hafði beðið um að Einar Guðberg myndi gefa skýrslu fyrir dómi. Einar er lögreglufulltrúi í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er daglegur stjórnandi í þeim hluta deildarinnar sem snýr að ofbeldisbrotum. Verjandinn spurði fyrst hvort að lögreglan hefði aflað sér einhverra upplýsinga um þann menningarlegan mismun á Grænlandi og Íslandi og hvernig best væri að nálgast Grænlendinga. Einar kvaðst ekki geta sagt til um hvernig þessum málum hafi verið háttað við upphaf rannsóknarinnar þar sem hann var ekki á landinu en vissulega hafi þetta verið spurning um túlkun og annað slíkt. Þannig hafi verið reynt að fá grænlenskan túlk í upphafi en það hafi gengið erfiðlega. Þá hafi grænlenskur lögreglumaður talað við lögreglumenn og útskýrt ýmislegt varðandi menningarmun en Einar hafi ekki verið viðstaddur þegar grænlenski lögreglumaðurinn ræddi þessi mál við þá íslensku.Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn í dag sem hylur andlit sitt þegar ljósmyndarar eru nærri.Vísir/Anton BrinkThomas kvartaði undan því að hafa verið beittur þrýstingi í yfirheyrslu Páll Rúnar spurði þá hvort það hefði einhvern tímann komið fram að Grænlendingar hefðu meiri tilhneigingu en aðrir til að vilja þóknast öðrum. Einar svaraði því neitandi. Þá spurði verjandinn hvort það hefði einhvern tímann komið fram að það væri óráðlegt að beita þá þrýstingi. Lögreglumaðurinn svaraði því þá til að það væri gegnumgangandi í rannsóknum lögreglunnar að beita ekki þrýstingi. Verjandinn spurði þá hvort hann kannaðist við það að Thomas hefði kvartað undan því að hafa verið beittur þrýstingi. „Hann kvartaði við mig eftir eina skýrslutökuna að hann hefði verið beittur þrýstingi og ég fullvissaði hann um að það ætti ekki að beita hann þrýstingi. [...] Hann sagði að það hefðu menn komið inn í klefa og öskrað á hann en það var ekkert sem gaf til kynna að það hefði verið öskrað á hann annað en hans framburður,“ sagði Einar. Aðspurður hvort hann myndi eftir því að Thomas hefði sagt að hann væri hræddur og óttasleginn sagðist Einar ekki muna eftir því að Thomas hefði talað um að hann væri hræddur. Hann hefði hins vegar sagt að honum þætti þetta óþægilegt. Þá kvaðst Einar ekki kannast við það að það hefði nokkurn tímann verið öskrað á Thomas og/eða Nikolaj í yfirheyrslum sem hann var viðstaddur.Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Vísir/Anton BrinkSagði Thomas hafa sýnt lítil svipbrigði og viðbrögð í yfirheyrslum Verjandinn spurði Einar síðan út í það hvort að Thomasi hafi verið sýndar myndir af líki Birnu í yfirheyrslum. Hann svaraði því játandi. Spurði verjandinn þá hvort að það hefði verið taktík af hálfu lögreglunnar. „Nei, það var ekki taktík heldur var verið að sýna honum málsgögn. [...] Það var verið að sýna honum ljósmynd af líki af manneskju sem hann var sakaður um að hafa banað.“ Spurður út í viðbrögð Thomasar þegar honum voru sýndar myndirnar sagði Einar að sakborningurinn hefði sýnt lítil svipbrigði og viðbrögð í þeim yfirheyrslum sem hann var viðstaddur. Annar lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi í dag, Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður. Hann lýsti því hvernig rannsóknin hefði þróast. Hann sagði að símagögn hefðu leitt lögreglu að Hafnarfjarðarhöfn en símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem er vitni í málinu en var um tíma með réttarstöðu sakbornings, ferðuðust með svipuðum hætti. Í kjölfarið var farið að skoða upptökur og þá kom í ljós tenging við bílinn sem Thomas hafði verið með á leigu.Bíllinn sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf. Í bílnum fannst mikið magn blóðs úr Birnu.Vísir„Það var ljóst að átök höfðu átt sér stað í bílnum“ „Þá kemur það í ljós þegar við náum í þennan Kia Rio-bíl að það hefur eitthvað átt sér stað í bílnum. Hann er blóðugur, það er blóð í aftursæti, blóðpollur undir aftursæti, blóðslettur fram í ökumannsmegin á mælaborði og sólskyggni. Það var ljóst að átök höfðu átt sér stað í bílnum,“ sagði Leifur fyrir dómi í dag. Síðar kom í ljós við rannsókn lögreglu að blóðið í bílnum var úr Birnu. Við rannsókn málsins var farið með Thomas niður á Hafnarfjarðarhöfn þar sem Polar Nanoq hafði legið við bryggju. „Tilgangurinn var að reyna að fá Thomas til að reyna að skýra atburðarásina, hvert bílnum hefði verið ekið og hvernig það var í samræmi við þau gögn sem lágu fyrir. Þarna skýrði hann frá því að hann hefði ekið með tvær stúlkur frá höfnina eftir að hafa verið við flotkvína. Hann hafði ekið frá höfninni í Vallarhverfi og sett stúlkurnar út við Reebok-líkamsræktarstöðina. Síðan ókum við áleiðis Reykjanesbraut til suðurs og veltum því fyrir okkur hvort hann hefði ekið á þessum slóðum og mögulega út af Reykjanesbrautinni en það kom ekkert fram og hann kannaðist ekkert við sig,“ sagði Leifur. Hann sagði síðan að þessi frásögn Thomasar ætti ekki við rök að styðjast þar sem ekki hefði fundist neitt myndefni við líkamsræktarstöðina sem staðfesti þessa sögu.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkGat ekki staðfest að mannveran sem sást á upptökum við höfnina væri Thomas Verjandi Thomasar spurði Leif síðan út í ferðir bílsins þarna um morguninn. Viðurkenndi lögreglumaðurinn að vissulega væru óútskýrðar um 40 mínútur af ferðum bílsins milli klukkan 5:20 og 6:00, eða þar um bil, þar sem bíllinn sést hvergi í mynd. Aðspurður hvort lögreglan teldi að Nikolaj, Thomas og Birna hafi öll verið í bílnum á þessum tíma sagðist lögreglumaðurinn ekki hafa vitneskju um annað. Þá staðfesti lögreglumaðurinn að það hefði slokknað á síma Birnu rétt fyrir klukkan sex. Lögreglumaðurinn var því næst spurður út í myndefni af bílnum þar sem honum var lagt við enda Hafnarfjarðarhafnar en þar var bíllinn í um 50 mínútur. Verjandinn spurði hvort að lögreglumennirnir hefðu séð Thomas fara inn í bílinn að aftanverðu. „Þar sem bílnum er lagt töluvert langt frá myndavélinni þá er þetta óskýrt og langt frá. En það sést mannvera fara út um ökumannshurðina og aftur í bílinn en ég get ekki staðfesta að það sé Thomas,“ sagði Leifur. Verjandinn spurði þá hvort hann væri viss um að geta séð mannveruna fara inn í bílinn að aftanverðu. Svaraði Leifur því til að það væri hans sannfæring, já.Thomas leiddur inn í dómsalinn við upphaf þinghalds í dag.vísir/anton brink„Hann virtist muna það sem hann vildi muna“ Lögreglumaðurinn var spurður að því hvernig Nikolaj hefði verið útilokaður frá rannsókninni. „Fyrir það fyrsta þá sést hann fara upp í Polar Nanoq þegar bílnum er rennt upp að skipinum. Ökumaðurinn fer svo aftur í og Thomas bar sjálfur í yfirheyrslum að hafa farið í aftursæti bílsins og talað við Birnu Brjánsdóttur og hina stúlkuna. Það sagði okkur að hún hefði verið heil heilsu þegar þeir komu á höfnina. [...] Öllum bar svo saman um Nikolaj hefði verið ofurölvi þessa nótt og verið hálfmeðvitundarlaus vegna ölvunar. [...] Hann átti erfitt með að rifja þetta upp sjálfur en svo fundust engin lífsýni á hans fatnaði en það fundust lífsýni á fatnaði ákærða,” sagði Leifur en þar var um að ræða úlpu Thomasar sem hafði verið aftur í bílaleigubílnum. Verjandinn spurði hann svo hvort hann hefði tekið framburð Thomasar trúanlegan á þessum tímapunkti. „Ákærði greindi frá ýmsu og var greinargóður og nákvæmur fram að þeim tímapunkti þegar átti að fara að ræða hluti sem honum fannst greinilega óþægilegt að ræða. Þá gaf hann aldrei rökréttar skýringar á því sem undir hann var borið. Hann var til að mynda margoft spurður hvort einhver annar hefði haft bílinn til umráða eða keyrt bílinn og hann svaraði því alltaf neitandi. Ég tók hann trúanlegan hvað þetta varðaði en trúði því ekki að hann myndi skyndilega ekki eftir því sem hafði gerst fimm mínútum síðar eða tíu mínútum áður. Hann virtist muna það sem hann vildi muna.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Inuk Kristiansen vann með Thomasi á grænlenska togaranum Polar Nanoq. 21. ágúst 2017 14:29
Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent