Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson (t.v), verjandi Thomasar, sat íhugull á meðan dómtúlkur (t.h) þýddi framburð skjólstæðings hans yfir á íslensku. Thomas Möller, annar frá hægri, muldraði frásögn sína ofan í bringu sér og var hinn rólegasti. Vísir/Halldór Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira