Tryggvi með 19 stig í tapi á móti Litháen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 18:25 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira