Harry á erfitt með að fyrirgefa afskiptaleysi ljósmyndaranna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 23:08 Prinsarnir minnast Díönu þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Vísir/getty Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017 Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017
Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04
„Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00
Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53
Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32
Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09