Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:58 Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Vísir/Stefán Karlsson Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38. Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38.
Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55