Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:58 Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Vísir/Stefán Karlsson Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38. Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38.
Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent