Formúla 1

Spennan var yfirþyrmandi á Spa | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton var hamingjusamur í keppnislok. Skiljanlega.
Lewis Hamilton var hamingjusamur í keppnislok. Skiljanlega. Vísir/Getty
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atvikin í belgíska kappakstrinum sem fram fór á Spa í dag.

Lewis Hamilton vann sína fimmtu keppni á tímabilinu, Max Verstappen á Red Bull þurfti að hætta keppni vegna bilunar fyrir framan 80.000 hollenska áðdáendur sína.

Force India ökumennirnir lentu í samstuði sem varð örlagaríkt fyrir þeirra keppni og annarra þegar öryggisbíllinn var kallaður út þeirra vegna, hverjum var um að kenna? Sjáðu úrskurð sérfræðinganna í uppgjörsþættinum í spilaranum í fréttinni.


Tengdar fréttir

Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×