Erlent

Lög­ráða danskur prins fær engin laun frá ríkinu

Atli Ísleifsson skrifar
Nikolai prins, hér lengst til vinstri, ásamt Margréti Þórhildi, og öðrum barnabörnum drottningar.
Nikolai prins, hér lengst til vinstri, ásamt Margréti Þórhildi, og öðrum barnabörnum drottningar. Vísir/AFP

Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar.

Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu.

Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu.

Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar.

Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld.

Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×