Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 08:30 Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 28 prósent eftir að félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun 1. febrúar. vísir/pjetur Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira