Formúla 1

Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Valtteri Bottas á Mercedes bílnum.
Valtteri Bottas á Mercedes bílnum. Vísir/Getty
Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams.

Bottas kom til liðsins til að fylla skarð heimsmeistarans, Nico Rosberg sem hætti í Formúlu 1 eftir tímabilið.

Bottas hefur náð að koma sér inn í baráttuna um heimsmeistaratitil ökumanna eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Hann hefur unnið tvær keppnir; rússneska kappaksturinn og þann austurríska. Hann hefur náð fimm sinnum í röð á verðlaunapall í keppnunum fyrir sumarfrí.

„Mér finnst ég vera búinn að kom mér vel fyrir hjá liðinu. Ég get ekki lengur sagt að ég sé að aðlagast liðinu og því sé ég hægur. Mér finnst ég hluti af liðinu og liðið styður mig,“ sagði Bottas.

„Auðvitað hefur Lewis [Hamilton] verið lengi hjá liðinu og það er auðvitað kostur, ég þekki það frá því ég var hjá Williams, enda var ég lengi þar,“ sagði Bottas.

„Lewis er einn af fljótustu ökumönnunum í sögu Formúlu 1,“ bætti Bottas við og viðurkenndi að hann væri sáttur með að hafa sýnt að hann geti keppt við Lewis.

„Þetta staðfestir að ég hef hæfileika til að vera meðal þeirra bestu,“ sagði Bottas að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×