Við þurfum að þora að fylla teiginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Halldór Orri Björnsson á æfingu FH í vikunni. Vísir/Ernir Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira
Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Sjá meira