Erlent

Meirihluti kjósenda Trump mun aldrei skipta um skoðun, sama hvað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Feðginin Donald og Ivanka Trump.
Feðginin Donald og Ivanka Trump. Vísir/getty
Meirihluta stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta segjast munu aldrei, nokkurn tímann hætta að styðja hann. Sama hvað.

Sex af hverjum tíu stuðningsmönnum forsetans, eða 61% aðspurðra, geta ekki látið sér detta í hug nokkurn skapaðan hlut sem gæti fengið þá til að missa trúnna á hann í embætti ef marka má könnun Monmouth-háskóla sem birt var í vikunni.

Sambærilegt hlutfall andstæðinga forsetans, eða 57%, segjast ekki heldur munu skipta um skoðun. Ekkert sem forsetinn kann að gera mun breyta því þau að munu aldrei styðja hann.

Sjá einnig: Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi

Það þýðir að rúmlega helmingur Bandaríkjamanna, 53%, mun aldrei skipta um skoðun á forsetanum. Hvort sem þau styðja hann ekki þá er skoðun þeirra komin til að vera.

Viðtöl fyrir könnunina voru bæði tekin fyrir og eftir óeirðinar í Charlottesville um síðustu helgi. Á blaðamannafundi í vikunni sagði forsetinn að átökin væru „báðum“ að kenna, en þau ummæli áttu eftir að draga dilk á eftir sér.

Niðurstöður könnunarinnar haldast að einhverju leyti í hendur við umdeild ummæli Trumps í kosningabaráttunni í janúar á síðasta ári. Þá sagðist hann geta skotið einhvern „á miðri fimmtu breiðgötu“ án þess að missa einn einasta stuðningsmann. Það virðist bara vera nokkuð nærri lagi.


Tengdar fréttir

Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar

Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×