Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra. vísir/stefán Útlit er fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri, að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur hefur hins vegar dregist saman tvö ár í röð, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar og lokunar markaða í Noregi og Rússlandi. Svavar segir þá undarlegu stöðu blasa við að þrátt fyrir mikla innanlandssölu, en hún jókst um 16,6 prósent á öðrum fjórðungi ársins, og mikinn árangur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, þá séu „alvarlegar blikur á lofti varðandi afurðaverð“ í haust. Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra en þá voru flutt út um 2.800 tonn fyrir tæpa tvo milljarða króna. Árið áður dróst útflutningurinn saman um 14,4 prósent. „Þessir markaðir fyrir kjöt sem er ekki upprunatengt, og er þannig háð heimsmarkaðsverði, hafa reynst okkur mjög erfiðir. Við gripum til aðgerða síðasta haust og í vetur en krónan hefur bara haldið áfram að styrkjast.“ Hann bætir við að vonir séu bundnar við ný verkefni á betur borgandi mörkuðum. Erfiðleikarnir í útflutningi hafa valdið töluverðri birgðasöfnun. Til marks um það voru kindakjötsbirgðir um 2.600 tonn um mitt ár sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Eru horfur á að birgðirnar verði um 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri í upphafi sláturtíðar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Útlit er fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri, að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur hefur hins vegar dregist saman tvö ár í röð, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar og lokunar markaða í Noregi og Rússlandi. Svavar segir þá undarlegu stöðu blasa við að þrátt fyrir mikla innanlandssölu, en hún jókst um 16,6 prósent á öðrum fjórðungi ársins, og mikinn árangur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, þá séu „alvarlegar blikur á lofti varðandi afurðaverð“ í haust. Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra en þá voru flutt út um 2.800 tonn fyrir tæpa tvo milljarða króna. Árið áður dróst útflutningurinn saman um 14,4 prósent. „Þessir markaðir fyrir kjöt sem er ekki upprunatengt, og er þannig háð heimsmarkaðsverði, hafa reynst okkur mjög erfiðir. Við gripum til aðgerða síðasta haust og í vetur en krónan hefur bara haldið áfram að styrkjast.“ Hann bætir við að vonir séu bundnar við ný verkefni á betur borgandi mörkuðum. Erfiðleikarnir í útflutningi hafa valdið töluverðri birgðasöfnun. Til marks um það voru kindakjötsbirgðir um 2.600 tonn um mitt ár sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Eru horfur á að birgðirnar verði um 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri í upphafi sláturtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira